28.04.1958
Neðri deild: 84. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (749)

75. mál, einkaleyfi til útgáfu almanaks

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Menntmn. hefur fjallað um þetta frv. Efni þess er tvíþætt: í fyrsta lagi að hækka hámarkssektir fyrir brot á almanakslögunum, en sektir þær, sem nú eru í lögum, eru algerlega óraunhæfar og gagnslausar, í öðru lagi að gera reglur um úthlutun úr sjóðnum rýmri, en verið hafa, og er breytingin sú, að hægt verði að veita til fleiri greina, en beinlínis stærðfræði, þó þannig, að það séu vísindagreinar, sem byggjast í höfuðatriðum á stærðfræðivísindum. Finnst menntmn, sjálfsagt að verða við óskum háskólaráðs um, að þessar breytingar verði gerðar á lögunum, og mælir því með samþykkt frv.