24.05.1958
Efri deild: 106. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 904 í B-deild Alþingistíðinda. (884)

130. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (BSt) :

Ég skil ekki, að hv. þm. N-Ísf. þurfi að tala um þingsköp. Ég veit fyrir fram, hvað hann vill segja eða í hvaða átt það muni ganga, og ég býst við að verða fyrir fram við hans óskum.

Sumir hv. þdm. hafa kvartað yfir því að halda áfram fundi hér seinni partinn í dag, sökum þess að Hvítasunnan er nú á morgun. Að vísu er laugardagurinn fyrir hvítasunnu ekki neinn helgidagur, svo að ég viti til, og ég vandist því sem ungur maður að vinna jafnvel 10 tíma á laugardaginn fyrir Hvítasunnu eins og aðra daga. Samt sem áður vil ég nú ekki vera að þreyta menn hér og vænti þá, að menn sýni stundvísi og röggsemi á næsta fundi. Er því umr. frestað og málið tekið út af dagskrá.