27.05.1958
Neðri deild: 106. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1229 í B-deild Alþingistíðinda. (986)

186. mál, útflutningssjóður o. fl.

Frsm. 1. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Ég hef hér tvær brtt. að flytja við frv. af hálfu fyrsta minni hl. fjhn., og eru báðar þessar till. fluttar eftir tilmælum hæstv. ríkisstj.

Fyrri brtt. er við 3. gr. frv. og er um það, að b-liður orðist svo: „Á afurðir úr sumarveiddri Norður- og Austurlandssíld 55%.“ Þetta felur það í sér, að bæturnar, sem útflutningssjóður greiðir á sumarveidda Norður- og Austurlandssíld, hækki úr 50% í 55%.

Hin brtt. er við 10. gr. og er um umorðun á gr. Eins og gr. er nú í frv., er þar ákvæði um, að útflutningsgjald af íslenzkum sjávarafurðum skv. l. nr. 66 frá 1957 skuli innheimt með 55% álagi, er renni til Fiskveiðasjóðs Íslands. Brtt., sem við flytjum við þessa gr. eftir beiðni ríkisstj., er um, að gr. orðist eins og hér segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Útflutningsgjald af íslenzkum sjávarafurðum skv. 1. gr. laga nr. 66 1957 skal innheimt með 65% álagi. Álag þetta renni til Fiskveiðasjóðs Íslands að 11/13 hlutum, til fiskimálasjóðs að 1/13 hluta og að 1/13 hluta til haf- og fiskirannsóknaskips, er ríkisstj. lætur byggja í samráði við fiskideild atvinnudeildar Háskóla Íslands.“

Ég tel ekki ástæðu til að láta fylgja neinar frekari skýringar, en leyfi mér að óska þess, að hæstv. forseti leiti afbrigða fyrir þessum till., sem eru skriflegar.