09.04.1959
Neðri deild: 103. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í B-deild Alþingistíðinda. (1014)

74. mál, almannatryggingar

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Frv. þetta um sameign fjölbýlishúsa er alger nýjung í íslenzkri löggjöf, enda er bygging fjölbýlishúsa í stórum stíl nýlega tilkomin í landinu og þau vandamál, sem frv. á að bæta úr, því ný af nálinni.

Frv. þetta hefur fengið afgreiðslu í Ed. og hefur nú verið til umræðu hjá heilbr.- og félmn. Það virðist vera augljóst, að vegna þess, að engin reynsla er fyrir hendi um slíka löggjöf, sé skynsamlegt að láta allmörg atriði, sem þarf að setja nánari ákvæði um, verða fyrst um sinn a.m.k. reglugerðarákvæði. Ég get bent á það sem dæmi, að slíkt muni þurfa að gera um skiptingu hitakostnaðar milli íbúða í sambýlishúsum, og hefur n. prentað sem fskj. með áliti sínu grg., sem hún fékk frá Verkfræðingafélagi Íslands um það efni. Verkfræðingunum er ljóst, að það er erfitt að setja nánari ákvæði um slíka hluti inn í sjálfa löggjöfina, og þeir eru þeirrar skoðunar, að setja beri um það reglugerð á eftir.

Með þeim skilningi, að þessi lög, eins og þau eru óbreytt, heimli það, að ráðh. gefi út reglugerðir um nánari ákvæði þessara laga, eftir því sem málin þróast og reynslan gefur tilefni til, þá er heilbr.- og félmn. sammála um að mæla með samþykkt frv. óbreytts.