10.11.1958
Neðri deild: 18. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í B-deild Alþingistíðinda. (11)

40. mál, þingsköp Alþingis

Sjútvmrh. (Lúðvík Jósefsson):

Aðeins til frekari skýringar vildi ég segja hv. þm. G-K. það, að mig skortir ekki neinar upplýsingar frá honum um það, hvernig æskilegast væri að breyta grunnlínunum. Og sú till., sem ég gerði 28. apríl, var svo greinilega sundurliðuð, hvar skyldi breyta grunnlínunum og hvernig, að það var ekki nóg með það, að þetta væri orðað eins skilmerkilega og hægt var, heldur var einnig teikning af landhelginni með breyttum grunnlínum látin fylgja með og afhent fulltrúa Sjálfstfl. í nefndinni eins og öllum mönnum í nefndinni. Þannig lágu því fyrir skýrar till. um breyt. á grunnlínunni í orðum og með tilheyrandi teikningu, svo að það þurfti ekki að fá neina aðstoð hjá honum eða hans flokki til þess, hvernig væri hægt að breyta grunnlínunum. En það vantaði tilstyrk frá fulltrúa Sjálfstfl. til þess að vilja samþykkja þessa till. eða flytja við hana einhverja brtt. Það var á því, sem strandaði.