29.04.1959
Efri deild: 109. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1220 í B-deild Alþingistíðinda. (1124)

81. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Frsm. (Eggert Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér um ræðir, er upphaflega flutt af hv. þm. Hafnf. (EmJ), núverandi forsrh. Mun það vera til komið vegna þess, að bæjartakmörkin í Hafnarfirði þóttu nokkuð óljós og þess jafnvel dæmi, að nýbyggingar í Hafnarfirði hafi lent á bæjarmörkunum og jafnvel utan þeirra.

Þetta frv. hefur legið alllengi fyrir hv. Nd., og þar hefur verið leitað umsagnar viðkomandi hreppa, sem áttu lönd að þessum landamerkjum, og frv., eins og það er komið nú frá Nd. og eins og það lá fyrir okkur hér í hv. allshn., er samkomulagsfrv. þeirra aðila, sem hlut eiga að máli.

Ég tel ekki þörf á því að fara nánar út í einstök atriði málsins, enda málið allmjög fólkið hvað landamerkin snertir, en við í n. höfðum samráð um þetta og samstarf við hv. flm. málsins, og lét hann okkur í té kort, sem er hér í d. til sýnis þdm., sem óska eftir að vita nákvæmlega um, hvernig bæjartakmörkin verða skv. þessu frv.

Ég legg áherzlu á það, að n. er sammála um að mæla með samþykkt frv., og svo í öðru lagi, að samkomulag er milli hlutaðeigandi aðila um, að frv. nái, eins og það er nú, fram að ganga.

Ég tel ekki þörf á á þessu stigi málsins að hafa um þetta fleiri orð.