22.04.1959
Neðri deild: 114. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1307 í B-deild Alþingistíðinda. (1179)

144. mál, stjórnarskipunarlög

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég er mjög samþykkur því, að málið sé nú tekið út af dagskrá, og tel það alveg sjálfsagt. En ég vildi beina því til aðila, bæði hv. Framsfl. og hæstv. forseta, hvort ekki mundi vera hægt að tryggja, að málið gæti þó komizt á dagskrá á föstudag, þannig að ef svo illa skyldi fara, að hv. frsm. væri þá enn lasinn, sem við vonum að ekki verði, þá yrði þó tryggt t.d., að hans hv. meðnefndarmaður, sem við sjáum, að hér er kominn, okkur til mikillar ánægju, taki þá að sér framsöguna, til þess að málið þyrfti ekki að tefjast. (Forseti: Þetta mál verður á dagskrá á föstudaginn. )