27.04.1959
Neðri deild: 117. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1522 í B-deild Alþingistíðinda. (1214)

144. mál, stjórnarskipunarlög

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég vil nú leyfa mér að fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann fresti þessari umr. Mér finnst ekki vera ástæða til þess að halda áfram núna og í raun og veru ekki hægt að koma því við, þar sem t.d. þeir, sem ég þarf nú að svara nokkuð, eru, að því er ég bezt veit, farnir heim. Ég vildi þess vegna af mörgum ástæðum, sem ég veit að hæstv. forseti sér jafnvel og ég, óska eftir því, að umr. yrði frestað núna, eins og komið er, og ég ætti þá mína ræðu eftir, að þetta yrði skoðað, sem ég hef sagt núna, sem rætt um dagskrá.