02.05.1959
Efri deild: 111. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1556 í B-deild Alþingistíðinda. (1226)

144. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (PZ):

Nú vantar klukkuna ellefu mínútur í fjögur, og ég vildi gjarnan spyrja næsta mann á mælendaskrá, hvort hann haldi, að honum nægi það. Það er laugardagur í dag og ekki vani að halda fundi þá og allra sízt fram á kvöld. Ef hann telur, að sér nægi það ekki, — það eru líka fleiri á mælendaskrá, — þá sé ég ekki ástæðu til að halda fundinum áfram, og verður þá umræðu frestað. (GTh: Er nokkuð því til fyrirstöðu að halda fund síðdegis í dag?) Ja, það er laugardagur og vantar tvo varaforseta. (Gripið fram í.) Ég held, að það sé langréttast að taka málið út af dagskrá og fresta umr.