02.05.1959
Efri deild: 111. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1557 í B-deild Alþingistíðinda. (1227)

144. mál, stjórnarskipunarlög

Gunnar Thoroddsen:

Ég vil beina þeim eindregnu tilmælum til forseta, að hann haldi fundi áfram síðdegis í dag. Ég sé ekki, hvort nokkur gild rök eru fyrir því að neita að halda fundi áfram í dag, til þess að reyna að koma málinu áleiðis til n. Það er engin ástæða til þess, — eða ég hef a.m.k. ekki heyrt nokkrar ástæður fyrir því. Það er orðinn það langur þingtíminn, og það er vitað, að nú líður að því, að á að fara að slita þingi, búið að afgreiða fjárl., og ég sé ekki nokkra ástæðu til að vera að gera tilraun til að lengja enn þingtímann með því að neita um fund síðdegis í dag.