02.05.1959
Efri deild: 111. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1557 í B-deild Alþingistíðinda. (1228)

144. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (PZ):

Hv. 6. þm. Reykv. óskar eftir því, að fundinum verði haldið áfram. Við því vil ég segja þetta: Í fyrsta lagi það, sem ég er búinn að segja, að það er laugardagur í dag, og það er ekki venjulegur fundartími í Alþ. Í öðru lagi, varaforseti er hér enginn, og orðið er þess vegna tekið af mér, því að ég er á mælendaskrá. Það hefði ég þó sætt mig við, þótt ég hefði ekkert sagt við þessa umr., hefði klukkan ekki verið orðin svona margt og hefði hv. þm. V-Ísf. getað verið það stuttorður, að hann hefði lokið ræðu sinni fyrir klukkan fjögur. Það tel ég víst, að hann geti ekki, og þess vegna verður málið tekið út af dagskrá og umr. frestað.