21.04.1959
Efri deild: 105. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1699 í B-deild Alþingistíðinda. (1269)

146. mál, sýsluvegasjóðir

Björgvin Jónsson:

Herra forseti. Út af ummælum hv. þm. Barð. (SE) vildi ég aðeins taka fram, að á fundi, sem haldinn var í samgmn. fyrir helgi, var þessi brtt. að vísu ekki borin undir atkv., en á nefndarfundinum lýstu allir nm., þeir sem mættir voru, sig fylgjandi því, að n. lýsti sig meðmælta brtt. eða jafnvel flytti hana sem sína. Og þar sem ein umr. er eftir um málið og það virðist vera samróma álit a.m.k. flestra þeirra, sem hér hafa talað, að nauðsyn beri til, að málið fái afgreiðslu á þessu þingi, þá hefði ég viljað beina þeim tilmælum til 1. flm. till., að hann drægi hana aftur til 3. umr. og að málið yrði afgreitt til 3. umr. á þessum fundi.