21.04.1959
Efri deild: 105. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1699 í B-deild Alþingistíðinda. (1271)

146. mál, sýsluvegasjóðir

Forseti (PZ):

Það er óskað eftir því, að þessu máli sé frestað, og það er gert af einum nm. samgmn. Hins vegar eru aðrir, sem vilja, að málið sé tekið fyrir nú og haldi áfram. Ég hef áður lýst yfir í þessu máli, að ég tel ákaflega nauðsynlegt, að þetta mál nái fram að ganga. En þar sem það liggur fyrir, að annar sá, sem prentaður er sem flm. till., hefur ekki séð hana í því formi, sem hún er í núna, og að því er virðist ekki einu sinni heyrt hana í því formi, sem hún er í nú, þá sé ég mér ekki annað fært, en að fresta umr., en málið verður tekið fyrir á næsta fundi d. Það er tekið af dagskrá núna.

Forseti tók málið af dagskrá.

Á 106. fundi í Ed., 22, apríl, var frv. aftur tekið til 2. umr. (A. 375, 423).