26.02.1959
Efri deild: 75. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1735 í B-deild Alþingistíðinda. (1342)

92. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Þegar þetta mál var síðast á dagskrá, var ég því miður ekki viðlátinn, — ég var að hitta lækni, — og var svo málið tekið út í það sinn.

Eins og segir í nál. á þskj. 269, þá var sjútvn. alveg sammála um að leggja til, að frv. yrði samþ. óbreytt, eftir að hafa athugað það og borið efni þess undir vitamálastjóra, elns og þar segir.

Ég sem flm. frv. fyrir hv. bæjarstjórn Vestmannaeyjakaupstaðar er þakklátur fyrir þessa greiðu afgreiðslu hv. n. á málinu og vona, að það fari þá úr því greiðlega í gegnum deildina.