21.04.1959
Neðri deild: 113. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í C-deild Alþingistíðinda. (1504)

151. mál, prentréttur

Dómsmrh. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Efni þessa frv. um breyt. á l. nr. 57 1956, um prentrétt, er það, að saksóknari ríkisins fái vald það, sem dómsmrh. hefur nú til þess að leggja lögbann við sölu og dreifingu hérlendis á riti, sem prentað er erlendis og talið er að efni þess varði við lög.

Hér er um að ræða fylgifrv. við frv. um breyt. á l. um meðferð opinberra mála, um saksóknara ríkisins, og eðlilegt og æskilegt, að afgreiðsla þeirra fylgist að.

Ég legg til, herra forseti, að þessu máli verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.