20.02.1959
Sameinað þing: 28. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í D-deild Alþingistíðinda. (1910)

29. mál, skipulagning hagrannsókna

Frsm. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Nefndin hefur nokkuð athugað þetta mál og komizt að raun um, að ástæða sé til að samþykkja þessa till. Hagrannsóknir hér má segja að séu nokkuð á tætingi. Hér eru þrjár stofnanir, sem hafa hagrannsóknir með höndum. Það er hagstofan fyrst og fremst, svo og Framkvæmdabankinn og Landsbankinn. Það virðist mjög æskilegt, að rannsóknir þessara stofnana verði samræmdar í því skyni, að hagkvæmari vinnubrögð fengjust með því móti. Nefndin telur einnig, að heppilegt sé, að n., sem skipa á, sé skipuð á þann hátt, sem í till. greinir. N. vill mæla með því, að till. verða samþykkt.