29.10.1958
Sameinað þing: 6. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 160 í D-deild Alþingistíðinda. (2058)

7. mál, innflutningur varahluta í vélar

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Þær umr., sem hér hafa farið fram, eru mjög lærdómsríkar og skilja þó eftir ýmsar eyður, sem nauðsynlegt er að þingheimur átti sig á, til þess að menn geti gert sér grein fyrir, hvernig afgreiðslu þessara mála í raun og veru er háttað og hvar hefur strandað afgreiðsla þeirrar nauðsynjar, sem allir þm., er talað hafa, og hæstv. forsrh. eru sammála um að hér sé fyrir hendi.

Tölur þær, sem hæstv. forsrh. las upp, sögðu í raun og veru ekki ýkja mikið og virtust ekki með öllu í fljótu bragði samrýmanlegar, þó að ég efi ekki, að svo sé í raun og veru. En það er alveg rétt, sem glöggt hefur komið fram hér í umr., að samanburður á leyfisveitingum á milli einstakra ára, er í raun og veru þýðingarlitill vegna þess, hversu mjög stórkostlega hefur aukizt innflutningur á vélunum, sem varahluti þarf í, og þess vegna er þörfin nú ólíkt miklu meiri, en hún var fyrir nokkrum árum. Um þetta eru allir sammála. En svo var að skilja á hæstv. forsrh. — það verður leiðrétt, ef ég hef misskilið það, — að þrátt fyrir þá brýnu nauðsyn, sem væri fyrir hendi, hafi allmikið magn af innflutningsleyfum verið látið ónotað. Ef þetta er rétt, verða menn að spyrja: Hvernig stendur á því, að þetta hefur átt sér stað? Er það þá vegna þess, að önnur stjórnarvöld, gjaldeyrisbankarnir eða ef til vill seðlabankinn, hafi hindrað afgreiðslu á þeim leyfum, sem fyrir hendi voru? Það er nauðsynlegt, að menn fái um þetta glöggar skýrslur og séu ekki látnir vera óvitandi um skýringu á þeim tölum, sem hæstv. forsrh. las hér upp. Eins er mjög nauðsynlegt fyrir þingheim að vita, til hverra hæstv. forsrh. beindi sínu skrifi, er hann segist hafa sent í fyrravetur og manni skilst að hafi verið gersamlega árangurslaust. Var það til innflutningsnefndarinnar, sem hann beindi þessari áskorun, eða var það til gjaldeyrisbankanna og þá fyrst og fremst seðlabankans, sem manni skilst að sé meira og meira að taka meðferð þessara mála í sínar hendur?

Við könnumst allir við bankalöggjöfina, sem sett var fyrir nokkrum árum. Við könnumst líka við nýskipun þá, sem gerð var á innflutningsfyrirkomulaginu, eftir að núverandi hæstv. ríkisstj. tók við. Er þá árangur allra þeirra breytinga sá, að erindi forsrh. um jafnauðsæja nauðsyn og þessa sé að engu haft? Og er það innflutningsnefndin, sem virðir forsrh. landsins og þörf þjóðarinnar jafnlítils, eða er það enn bankavaldið og þá hverjir í bankavaldinu, sem þannig fara að? Eða er það ef til vill þannig, að hæstv. ríkisstj, hafi þrátt fyrir góðan vilja hæstv. forsrh. alls ekki verið sammála um nauðsynina, og ef til vill togar þar hver sinn skanka, og þess vegna hafi umboðsmenn ríkisstj. og stjórnarflokkanna í hinum mismunandi nefndum og bönkunum hindrað þennan góða vilja forsrh. að ná fram að ganga?

Um þetta er því ríkari ástæða til þess að spyrja einmitt í dag, þar sem eitt af stjórnarblöðunum, Alþýðublaðið, gerir gjaldeyrismálin að sérstöku umræðuefni og með mjög óvenjulegum hætti. Við erum allir sammála um það, að hér hafi verið gjaldeyrisskortur undanfarin ár og meðan þannig stendur og úr því að leyfaveitingar eigi sér stað, þá verði þeir, sem leyfaveitingarnar hafi með höndum, að láta nauðsynjar ganga umfram það, sem óþarft er. En nú segir stjórnarblaðið Alþýðublaðið í dag með fimm dálka fyrirsögn: „Lúðvík Jósefsson misnotar ráðherrastöðu sína til að tryggja kommúnistafyrirtæki viðskipti.“ Ég gleymdi að spyrja hæstv. forseta um leyfi til að lesa þetta upp, en ég vonast til þess, að þar sem blaðið stendur honum nú svo nærri — og hvort eð væri — hafi hann ekki á móti því, að þessar upplýsingar komi hér fram.

Sá ráðh., sem hér er borinn sökum í einu stjórnarblaðinu, er sá ráðh., sem sérstaklega hefur gjaldeyrismál til meðferðar, og með leyfi hæstv. forseta, þá segir enn fremur í þessu blaði: „Ætlunin að tryggja Baltic Trading Co. milljónavöruskipti. Alþýðublaðið hefur fregnað, að Lúðvík Jósefsson viðskmrh. hafi nýlega misnotað alvarlega stöðu sína sem ráðh. í þeim tilgangi að skapa milljónaviðskipti fyrir eitt af heildsölufyrirtækjum kommúnista hér í bæ.“ Og það er haldið áfram síðar: „Ef áform viðskmrh. takast, mun þetta kommúnistafyrirtæki væntanlega græða hundruð þús. kr.“

Það er svo að skilja á því stjórnarblaði, sem um þetta skrifar, að það sé einn aðaltilgangur þeirra óvenjulegu afskipta viðskmrh. af þessu máli að tryggja þessu skjólstæðingsfyrirtæki sínu gróða, sem nemi hundruð þús. kr. Ég vil nú ekki trúa því, að slíkt hafi hent ráðh., en þetta er það, sem stuðningsblaðið segir um sitt átrúnaðargoð.

Og það er sagt hér í blaðinu: „Viðskipti þau, sem Lúðvík Jósefsson hefur barizt fyrir, eru þau, að Baltic Trading Co. verði leyft að selja allmikið magn af lýsi í vöruskiptum til Finnlands, en hingað til hefur lýsi eingöngu verið selt fyrir harðan gjaldeyri. Vill Lúðvík, að Baltic Trading Co. fái samtímis heimild til að flytja inn“ — ja, það eru ekki varahlutar í vélar, landbúnaðarvélar eða sjávarútvegsvélar eða til iðnaðar, nei, það, sem blaðið segir að Lúðvík vilji flytja inn, er þetta: „að flytja inn silkisokka og aðra slíka vöru fyrir lýsi.“

Ef ráðh. hafa ekki öðru að sinna varðandi úthlutun gjaldeyrismála en því, sem hér er talið og lýst af þessu hv. stjórnarblaði, er von, að þessum málum sé illa komið, og nú hljóta menn, ekki aðeins þingheimur, heldur Íslendingar yfirleitt að bíða þess með nokkurri eftirvæntingu, hvort hæstv. viðskmrh. verði betur framgengt með að fá alla aðila til að flytja inn silkisokkana, en hæstv. landbrh. var til að fá leyfi fyrir landbúnaðarvélunum, sem hann var hér að játa að hann hefði verið allsendis ómegnugur um.**lyflækningum við landsspítalann. Ég tók þessa hugmynd landlæknis til athugunar og ráðgaðist við ýmsa lækna viðvíkjandi henni, og varð það til þess, að ég frestaði því að auglýsa yfirlæknisstöðuna á Kleppi um — að ég hygg tveggja mánaða skeið, meðan þessi athugun fór fram. En þessi athugun leiddi í ljós, að læknar töldu, að það væri að vísu ekkert fjarstætt að gera fræðslu í taugasjúkdómum að kennslugrein við háskólann, en bentu á, að þá væri ekki óeðlilegt, að jafnframt því, sem þessi breyt. væri gerð, ef hún yrði gerð á annað borð, væri einnig gert að kennslugrein við háskó)ann á sama hátt fræðsla um brjóstsjúkdóma og holdsjúkdóma, og töldu, að þá væri eðlilegast, að embætti yfirlækna þeirra stofnana, sem hér er um að ræða, yrði einnig breytt á þann hátt, að prófessorsembætti við háskólann fylgdi. Þá hefðu öll þessi embætti orðið launuð með sama hætti og yfirlæknisembættið við landsspítalann, þ. e. með hálfum öðrum launum.

Fráfarandi ríkisstj. hafði tekið ákvarðanir um að fjölga ekki embættum á þessu ári, nema þá a. m. k. með því að láta það fara í gegnum þar til kjörna n. En af því hefði leitt a. m. k. hálf önnur embættislaun, ef þessi breyt. hefði verið gerð. ?;g taldi því ekki neina ástæðu til þess að gera þessa breyt. sérstaklega í sambandi við skipun nýs yfirlæknis við Kleppsspítalann, þetta mætti gera hvenær sem væri ella, og auglýsti því, eftir að ég hafði tekið þessa ákvörðun, yfirlæknisembættið á Kleppi með 3 mánaða umsóknarfresti, eins og fyrir mun vera mælt í reglugerð.

Ég sé ekki annað, en ef heilbrigðisyflrvöldin telja, að þessa breyt. beri að gera, geti þau gert hana hvenær sem er og einnig þá gert yfirlækninn á Vífilsstöðum að prófessor á sama hátt, ef ástæða þykir til og ríkisstj. hefur þá stefnu að taka einhvern fjörkipp í aukningu embætta og embættiskostnaðar hjá ríkinu.