04.03.1959
Sameinað þing: 31. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 354 í D-deild Alþingistíðinda. (2306)

174. mál, niðurgreiðsla vöruverðs

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti, Út af þeirri fsp. hv. 1.. þm. S-M., hversu niðurgreiðslur hefðu verið auknar mikið síðan um síðustu áramót eða á valdatíma núv. ríkisstj., er það að segja, að ég hef því miður ekki í fórum mínum þess konar sundurliðun á niðurgreiðslunum, sem sýni, hvernig þær skiptast eftir tíma, en það er mjög auðvelt að gera, og ég skal með ánægju láta hv. þm. þær upplýsingar í té einhvern allra næstu daga.

Út af fsp. hv. 1. þm. Rang. um það, hvers vegna hafi verið tekin upp sú stefna að greiða niður sjúkrasamlagsgjöldin, vil ég aðeins segja það, að ríkisstj. telur niðurgreiðslu á helztu landbúnaðarvörum þegar vera orðna svo mikla, að það væri óskynsamlegt frá mörgum sjónarmiðum að auka hana. Niðurgreiðsla á sjúkrasamlagsgjöldum mundi hins vegar koma og kemur hins vegar öllum eða langflestum landsmönnum að eðlilegu gagni og er auk þess ekki torveld i framkvæmd, og þess vegna þótti ríkisstj. rétt að hverfa inn á þá braut, jafnvel þótt það sé svo, sem getið hefur verið, að kostnaður við slíka niðurgreiðslu sé mun meiri, en meðalkostnaður á hvert stig, sem áður var greitt niður.