04.03.1959
Sameinað þing: 31. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 357 í D-deild Alþingistíðinda. (2311)

175. mál, réttindi vélstjóra

Fyrirspyrjandi (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Ég leyfi mér að þakka svör hæstv. menntmrh. Hann skýrði þar frá því, að unnið hafi verið að endurskoðun lagaákvæða um menntun vélstjóra og að frv. þess efnis yrði að líkindum lagt fyrir þetta Alþingi. Hins vegar skildi ég hann svo, að ekki væri að vænta till. varðandi réttindi vélstjóra frá hálfu ríkisstj., fyrr en sett hefðu verið ný lög um menntun vélstjóra.

Nú vil ég leyfa mér að benda hæstv. ráðh. á það, að mér skilst, að þetta sé ekki f fullu samræmi við ætlun Alþingis með setningu ákvæðis til bráðabirgða, þar sem gert er ráð fyrir, svo að varla verður um villzt, að hvor tveggja lögin séu endurskoðuð samhliða. Í ákvæðinu er gert ráð fyrir, að hvorri tveggja endurskoðuninni sé lokið fyrir næsta reglulegt Alþingi, m.ö.o.: að endurskoðunin fari fram samtímis, þannig að breytingar á hvorum tveggja lögunum, ef um þær er að ræða, geti verið samtímis til meðferðar á Alþingi. Ég sé heldur ekki, að í raun og veru sé nokkuð því til fyrirstöðu, að þetta sé gert, og ég hygg, að ætlunin hafi verið sú, að hvor tveggja lögin væru einmitt athuguð sameiginlega og af sömu mönnum.