11.05.1959
Sameinað þing: 48. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1743 í B-deild Alþingistíðinda. (2335)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (JPálm):

Þá er fundur settur í Sþ. Er þegar gengið til dagskrár og tekið fyrir eina málið, sem er á dagskránni, sem eru almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagsumræður.

Þessari umræðu verður hagað þannig í kvöld, að hver þingflokkur hefur til umráða samtals 55 mínútur, sem er skipt í tvær umferðir, 30 mínútur í fyrri umferð og 25 mínútur í seinni umferð. — Röð flokkanna í kvöld er þannig, að fyrst er Framsóknarflokkur, þá Alþýðubandalag, síðan Sjálfstæðisflokkur og síðast Alþýðuflokkur.

Nú hefst umræðan, og tekur fyrst til máls fulltrúi Framsfl., hv. þm. Str., Hermann Jónasson.