22.04.1959
Neðri deild: 114. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1919 í B-deild Alþingistíðinda. (2349)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Dómsmrh. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forsetl. Félög þau, sem stofnað hafa til þessa uppboðs, sem fyrirspyrjandi gerði að umtalsefni og getið er í einu dagblaðanna í dag, hafa vafalaust gert það að óathuguðu máli.

Leyfi ráðuneytisins er að sjálfsögðu ekki fyrir hendi um þetta, enda mun vera talið, að uppboð sem þetta brjóti í bága við gildandi áfengislög. Ráðuneytið hefur veitt þessu athygli, þessari fréttagrein, og hefur þegar gert ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að uppboðið fari fram.

Þetta uppboð, sem ýmsum mun annars þykja tiltölulega meinleysislegt, mun því ekki fara fram.