04.02.1959
Sameinað þing: 24. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1934 í B-deild Alþingistíðinda. (2364)

Landhelgismál

Eysteinn Jónsson:

Ég vil fyrir mitt leyti leggja hina mestu áherzlu á, að hæstv. ríkisstj. taki upp fundarhöld með utanrmn. um það, hvað gera skuli út af þessu atviki og í þessu vandamáli yfirleitt. Ég legg hina mestu áherzlu á, að haft verði samráð við alla flokkana í þinginu í gegnum utanrmn. um það, hvaða ráðstafanir skuli gera, og er það í framhaldi af þeirri stefnu, sem minn flokkur, Framsfl., hefur um þetta mál haft frá öndverðu, að reyna að stilla kraftana sem bezt saman um þær aðgerðir, sem ofan á verða. Ég vil því leggja áherzlu á, að það verði tekin upp fundarhöld með utanrmn. um málið.