12.01.1959
Sameinað þing: 20. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1965 í B-deild Alþingistíðinda. (2396)

Varamenn taka þingsæti

Frsm. (Áki Jakobsson):

Herra forseti. Nefndin hefur tekið til athugunar kjörbréf fyrir Tómas Árnason deildarstjóra, sem er svo hljóðandi:

„Undirrituð yfirkjörstjórn í Norður-Múlakjördæmi gerir kunnugt, að ár 1956, mánudaginn 25. júní, kom yfirkjörstjórnin, eftir að boðað hafði verið til fundarins á löglegan hátt, saman á Vopnafirði til að telja atkvæði greidd við alþingiskosningar í kjördæminu á kjördegi 24. júní.

Kosningu hafði hlotið sem varamaður Tómas Árnason deildarstjóri, Kópavogi, með 4321/2 atkv., og er hann því rétt kjörinn 1. þingvaramaður fyrir Norður-Múlakjördæmi lögmæltan tíma.

Yfirkjörstjórn Norður-Múlakjördæmis. Jakob Einarsson. Sigurður Gunnarsson. Friðrik Sigurjónsson.“

Við höfum athugað þetta kjörbréf, og n. varð sammála um að leggja til, að kosningin væri tekin gild og kjörbréfið samþykkt, þannig að Tómas Árnason deildarstjóri taki hér sæti sem varamaður í Norður-Múlakjördæmi.