20.02.1959
Sameinað þing: 28. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1965 í B-deild Alþingistíðinda. (2398)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (JPálm):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá hæstv. forseta Nd.:

„Neðri deild, 20. febr.1959.

Mér hefur borizt svo hljóðandi símskeyti frá Sveinbirni Högnasyni, 2. þm. Rang.:

„Óska eftir, að varamaður taki sæti mitt á þingi vegna veikindaforfalla.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Einar Olgeirsson,

forseti neðri deildar.“

Samkvæmt þessu verð ég að fara fram á við hv. kjörbréfanefnd, að hún taki þetta kjörbréf til athugunar í snatri, og verður fundi frestað á meðan í 10 mínútur. — (Fundarhlé.)