14.04.1959
Efri deild: 101. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1194 í B-deild Alþingistíðinda. (2516)

118. mál, veitingasala, gistihúshald

Frsm. (Eggert Þorsteinsson) :

Eins og hv. 1. þm. N-M. tók fram, þá taldi hann, að engin tormerki væru á því, — og það er álit okkar nm. allra, — að þetta frv. nái fram að ganga, þó að ekki sé séð fyrir um endalok hins fyrrnefnda frv., en höfuðatriðið sé, að nái það fram að ganga hér í þinginu, þá verði það fellt inn í lagabálkinn, sem í þessu frv. felst. Það er því ekki ósk n., að 3. umr. um þetta mál verði frestað.