03.03.1959
Efri deild: 78. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í B-deild Alþingistíðinda. (348)

103. mál, skattar og gjöld til sveitarsjóða

Frsm. minni hl. (Alfreð Gíslason):

Herra forseti. Minni hluti hv. heilbr.- og félmn. hafði lagt til, að frv., sem fyrir liggur, verði fellt.

Eftir að fram voru komnar 2 brtt. við þessa umr. og henni var frestað, kom hv. n. saman. Þar stakk minni hl. upp á því, að gerð yrði málamiðlun á milli meiri hl. og minni hl. á þann veg, að n. mælti með samþykkt brtt. á þskj. 288. Þessu hafnaði meiri hl. n., og hélt hann fast við sitt. Hið sama er að segja um minni hl. eftir þetta, að ég legg til sem áður, að frv. verði fellt og að málið nái ekki fram að ganga að þessu sinni. Hins vegar mun ég geta greitt atkv. með brtt. á þskj. 288, sem gengur út á það að undanþiggja íbúðarhúsnæði í landinu álagsheimildinni, sem er í frv.