21.04.1959
Sameinað þing: 42. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 718 í B-deild Alþingistíðinda. (416)

1. mál, fjárlög 1959

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Þegar tillögurnar um hafnargerðir komu fyrst fram í fjvn., þá var þessi liður felldur niður af stjórnarliðum. Till. var borin fram í n. um, að hann yrði tekinn upp og það var samkomulag um það, að liðurinn skyldi verða 100 þús. kr. Ég lýsti því yfir við afgreiðslu n. á þessu máli, að fyrst þær breytingar, sem við framsóknarmennirnir stóðum að í fjvn., náðu fram að ganga á þann hátt, að við sættum okkur við það, þá mundi ég hvorki flytja né styðja brtt. við liðinn og segi ég því nei.