21.04.1959
Sameinað þing: 42. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 723 í B-deild Alþingistíðinda. (425)

1. mál, fjárlög 1959

Karl Guðjónsson:

Herra forseti. Ég hef gert aðrar till. um það, að fé verði útvegað til húsnæðismála af ríkisins hálfu. Enn fremur sé ég ekki, að eðlilegt geti talizt að samþykkja till. um það, að ríkið láni fé af alveg sérstökum tekjulið, sem búið er að gera samþykkt um að renna eigi í ríkissjóð. Teldi ég því, að till. ætti að orðast öðruvísi, ef þar ætti að vera um það að ræða, að ríkið lánaði fé til þessarar starfsemi. Þetta mun að sjálfsögðu verða tekið til athugunar fyrir næstu umræðu. En eins og till. liggur fyrir, þá sé ég mér ekki fært að greiða henni atkv. og greiði ekki atkvæði.