03.11.1958
Neðri deild: 14. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í B-deild Alþingistíðinda. (44)

4. mál, bifreiðaskattur o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Með þessu frv. er farið fram á að framlengja fyrir árið 1959 nokkur gjöld, sem innheimt voru fyrir yfirstandandi ár og árið 1957 raunar líka, þ.e. viðaukagjöld af benzíni og bifreiðaskatti.

Þar sem hér er um framlengingu að ræða og gert ráð fyrir alveg óbreyttum ákvæðum og áður hafa verið í gildi, sé ég ekki ástæðu til að hafa um þetta lengri framsögu, en geta þess eða minna á það, að málið komi frá hv. Ed., og legg ég til, að það verði látið ganga til hv. fjhn. deildarinnar.