29.04.1959
Sameinað þing: 44. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 826 í B-deild Alþingistíðinda. (452)

1. mál, fjárlög 1959

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég hef hér á mörgum undanförnum þingum flutt tillögur svipaðar og þessa og þó hærri og aldrei fengið neinn stuðning með þeim. Mér þykir nokkuð nýstárlegt nú, að það eru komnir nýir liðsmenn með þessu mál, og er gott til þess að vita. Ég hef til hins síðasta viljað freista þess að fá aukaframlög til íþróttasjóðs vegna þess, hve mjög stendur upp á ríkissjóð í þessu sambandi. En þegar nú stendur svo á, að það veltur á því að afgreiða tekjuhallalaus fjárlög, þá treysti ég mér ekki til þess að fylgja þessu áfram til hlítar og hef þess vegna óskað eftir, að till. verði tekin aftur, og greiði ekki atkvæði.