02.03.1959
Efri deild: 77. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í B-deild Alþingistíðinda. (530)

122. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Hv. 6. þm. Reykv., sem er frsm. fjhn. í þessu máli, er ekki viðstaddur og þess vegna kvaddi ég mér hljóðs. Er þó lítið um málið að segja. Þetta frv. er aðeins um það að framlengja lagaákvæði, sem sett voru í fyrra um lækkun skatta á lágtekjum og eru aðallega um lækkun skatta á hjónum, sem ekki hafa tekjur nema eins og segir í frv. N. varð sammála um að mæla með þessu frv. og hef ég ekki frekar um það að segja — hygg, að þessi framsaga nægi.