20.04.1959
Neðri deild: 112. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 877 í B-deild Alþingistíðinda. (564)

122. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forsrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Ég er því mjög samþykkur, að þetta mál verði gaumgæfilega athugað, en tel, að það hafi komið nokkuð snögglega inn í þingið og verið blandað þar saman við mál, sem búið var að semja um við alla þingflokka að afgreiða. Ég tel, að á þennan hátt verði málinu kannske stofnað í hættu og vildi þess vegna ekki, að þessum tveim atriðum yrði blandað saman, og segi því nei á þessu stigi.