27.04.1959
Efri deild: 108. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 878 í B-deild Alþingistíðinda. (572)

122. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (PZ):

Ég held nú, að hv. þm. Vestm. geti fljótlega áttað sig á tillögunum. Önnur þeirra er prentuð á þskj. 392 og var þá flutt í Nd. af Karli Guðjónssyni og Gunnari Jóhannssyni og hana hafa þess vegna hv. þingmenn hjá sér. Hún var um það, að framan við 3. gr. bættist ný grein. Hin var aftur á móti um það að fella 1. gr. frv., eins og það nú liggur fyrir, niður og var frá Karli Kristjánssyni. Mér finnst þetta vera svo einfalt, að það sé ekki bein ástæða til að fresta málinu fyrir það, a. m. k. umræðum um það.

Önnur þeirra er prentuð og hin er bara um að fella niður eina grein. Ég sé þess vegna ekki beina ástæðu til þess að verða við þeim tilmælum að fresta málinu nú.