09.05.1959
Efri deild: 115. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 888 í B-deild Alþingistíðinda. (596)

122. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (BSt):

Ég vil benda hv. síðasta ræðumanni á, að ef umræðu er lokið, þó að atkvgr. verði frestað, þá geta ekki þær upplýsingar, sem kunna að vera fyrir hendi, komizt að. Ég fyrir mitt leyti hefði orðið við tilmælum hæstv. ráðh. og tel það sanngjarnt, því að mér skilst, að þinginu verði ekki slitið strax eftir helgi, svo að hægt sé að afgreiða málið, en ég verð að beygja mig fyrir meiri hl. hv. deildar. Deildin er að því leyti minn húsbóndi, að þegar hún samþykkir, að mál skuli tekið fyrir, þá verður það að vera.