11.05.1959
Efri deild: 116. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 898 í B-deild Alþingistíðinda. (614)

122. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Þessi till. er sjálfsagt runnin af rót réttlætishugsjónar. Ég tel á hinn bóginn, að hún þurfi frekari athugunar við og sé enga hættu í því fólgna, að henni verði frestað til haustsins, þar sem hún verður hvort sem er ekki framkvæmd í ár, úr þessu. En alveg sérstaklega tel ég þó, að athuga þurfi og gera till. svo úr garði, að hún taki alveg ótvírætt til bænda, sem oft vinna nótt með degi að framleiðslustörfum, og annarra, sem að landbúnaði vinna. Á þessu stigi málsins mun ég því greiða atkv. gegn till. og segi nei.