24.10.1958
Efri deild: 9. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

10. mál, skemmtanaskattur með viðauka

Frsm. (Björn Jónsson):

Herra forseti. Þetta frv. er þess eins efnis, að ríkisstj. sé heimilað að innheimta skemmtanaskatt með sama álagi og verið hefur á undanförnum árum. Að þessu hníga hin sömu rök og áður, að félagsheimilasjóður og aðrir þeir aðilar, sem skattsins njóta, séu sízt ofhaldnir af þeim fjárhæðum, sem þeir fá af þessum skatti. Þetta gildir að sjálfsögðu ekki síður nú en áður, þar sem verðgildi peninga hefur rýrnað. — Fjhn. hefur athugað þetta frv, og lögðu allir viðstaddir nm. til, að frv. yrði samþykkt.