17.11.1958
Neðri deild: 23. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1008 í B-deild Alþingistíðinda. (719)

12. mál, útflutningur hrossa

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem gengið hefur í gegnum báðar þd., var upphaflega aðeins breyt. á einum mánaðardegi um heimild til útflutnings hrossa, en hv. Ed. hefur látið prenta upp öll l., eins og þau eru, með nokkrum breyt., sem felast í 2. gr.

Ég skal taka það fram, að þó að hér sé talað um atvmrh., var orðinn nokkur ruglingur á því, hver er atvmrh., og landbn. gerir ráð fyrir því, að þetta muni alltaf heyra undir landbrh., hver sem hann er.

Breyt., sem hér er aðallega um að ræða, eru þær, að það skuli þurfa sérstök gripaflutningaskip til að flytja út hross á frá 1. okt. til 1. des., og látum það nú vera. En þó að svo sé, að á þessari 2. gr., sérstaklega seinni málsgr., sé heldur klúðurslegt orðalag, sem er ekki óvanalegt frá hv. Ed. í landbúnaðarmálum, þá leggur landbn. samt til að láta þetta frv. fljóta eins og það er, af því að það muni ekki verða samkomulag um efnisbreyt. á því.