29.12.1958
Efri deild: 43. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1013 í B-deild Alþingistíðinda. (746)

74. mál, almannatryggingar

Frsm. (Alfreð Gíslason):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta frv. Það er, eins og grg. ber með sér, flutt af heilbr.- og félmn. skv. ósk ráðherra og í því felst heimild til handa ráðh. til að fresta ákvörðun framlaga og iðgjalda til almannatrygginganna á árinu 1959 samkv. 24. og 25. gr. l., þar til fjárlög fyrir árið 1959 hafa verið sett.

Það mun litið svo á, að ekki sé leyfilegt án lagabreyt. að fresta ákvörðun fyrir áramót um þessi framlög og þessi iðgjöld, en hins vegar erfiðleikar á að ákvarða slíkt, eins og sakir standa, og öllum er kunnugt um ástæður til þess.

Heilbr.- og félmn. mælir einróma með samþykkt þessa frv., eins og það liggur fyrir, og tel ég óþarft að fara um það fleiri orðum.