15.01.1959
Efri deild: 49. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1026 í B-deild Alþingistíðinda. (814)

35. mál, dýralæknar

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Ég leyfi mér að þakka nefndinni fyrir ágæta afgreiðslu á þessu máli. Ég tel það fullkomlega réttmætt að taka þessi þrjú dýralæknisumdæmi inn í lögin, enda þótt ekki séu dýralæknar til staðar í augnablikinu. Það er alveg rétt, sem frsm. segir, að þetta herðir á þeim, sem við nám eru, að koma heim strax að loknu námi. Ég vil taka það fram, að ég samþykki fullkomlega fyrir mitt leyti þá breyt., sem n. gerði við mína till., er hún bætir við Austur-Eyjafjallahreppi. Það er hægara fyrir íbúa í þeim hreppi að sækja dýralækni til Víkur, en út að Hellu.

Ég endurtek þakkir mínar til nefndarinnar fyrir afgreiðslu málsins.