28.10.1958
Neðri deild: 11. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í B-deild Alþingistíðinda. (88)

2. mál, innheimta ýmis gjöld með viðauka

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Frv. þetta er um heimild fyrir ríkisstj. til að innheimta ýmis gjöld 1959 með viðauka. Frv. er nákvæmlega shlj. lögum, sem gilda fyrir það ár, sem nú er að líða. Málinu var vísað til fjhn., og liggur álit hennar fyrir á þskj. 43. Eins og þar kemur fram, eru nm. sammála um að mæla með því, að frv. verði samþykkt.