19.03.1959
Efri deild: 89. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1109 í B-deild Alþingistíðinda. (911)

132. mál, bráðabirgðagreiðslur úr ríkissjóði

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Það hafa komið fram óskir um það, að þessari umr. yrði frestað, þar sem hæstv. fjmrh. getur ekki verið viðstaddur. Hindrar það málið nokkuð, þótt orðið sé við þessari ósk? Ég get ekki séð það. Það hefur ekki tekið langan tíma hér áður að afgreiða frv. eins og þetta, og ég skil ekki, að það þurfi neitt að hindra afgreiðslu málsins. Ég vil taka undir þessar óskir, að þessari umr. sé frestað, þar til hæstv. ráðh. geti verið við.