24.11.1958
Efri deild: 25. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í B-deild Alþingistíðinda. (95)

2. mál, innheimta ýmis gjöld með viðauka

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Það frv., sem hér liggur fyrir, er shlj. l., sem nú gilda fyrir yfirstandandi ár. Breyt. er sú ein, að þessu frv. er ætlað að gilda fyrir næsta ár, 1959. Þessi lög um heimild fyrir ríkisstj. að innheimta ýmis gjöld með viðauka hafa verið framlengd allmörg ár. Ég man ekki, hvenær þessi lög voru fyrst sett, en það eru orðin allmörg ár síðan.

N. athugaði frv. og bar það saman við þau lög, sem nú gilda um þetta efni og leggur einróma til, að frv. verði samþykkt.