03.04.1959
Efri deild: 94. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1152 í B-deild Alþingistíðinda. (986)

105. mál, samband íslenskra berklasjúklinga

Forseti (BSt):

Vill hv. frsm. n. nokkuð segja? Út af beiðni hv. 8. landsk. þm. vil ég taka það fram, að þar sem hann á sæti í fjhn. og var ekki viðstaddur, þegar n. afgreiddi málið á sínum tíma, þá þykir mér rétt að gefa honum tækifæri til að gefa út nál., ef hann kynni að vera okkur hinum nm. ósammála að einhverju leyti, eða bera þá fram brtt. Og þó að mér þyki það í raun og veru slæmt að fresta þessu eina máli, sem nú er á dagskrá, einkum með tilliti til þess, að ég tel nú víst, að í næstu viku fari Alþingi að hafa nóg að gera við hin stærri mál, sem að vísu enginn sér enn, en hljóta að koma fram, t.d. eins og fjárlögin, þá verð ég þó að taka þessa beiðni til greina og vænti þá, að óhætt muni vera að taka málið á dagskrá á mánudag. Ég vil biðja hv. 8. landsk. þm. að hafa sína tillögu til þá.