14.08.1959
Efri deild: 12. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í B-deild Alþingistíðinda. (163)

4. mál, almannatryggingar

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Eins og hæstv. dómsmrh. bendir á, er hér um að ræða allmikið fjárhagsmál, þá breyt. á 22. gr., að hér á að fella niður skerðingu. Ég er efnislega samþykkur, að slíkt sé gert. Ég er hins vegar á móti því, að það sé gert að óathuguðu og í flaustri. Og þar sem þessi d. hefur engin gögn haft, sem sýna, hversu mikið fjárhagslegt atriði þetta er, mun ég ekki greiða atkv. um málið, hvort það verður tekið fyrir, en hins vegar gera kröfu um það, að því verði vísað til heilbr.- og félmn., ef málið verður tekið til 1. og 2. umr. hér í þessari hv. d. Ég greiði ekki atkvæði.