27.07.1959
Efri deild: 4. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 493 í B-deild Alþingistíðinda. (199)

5. mál, stjórnarskrárnefnd

Flm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þegar frv. til breyt. á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands liggja fyrir Alþingi, er venja að kjósa sérstaka stjórnarskrárnefnd í báðum deildum þingsins til að fjalla um þau frv. Sá háttur var í samræmi við venju einnig hafður í vor, þegar samþ. var á Alþ. breyt. á stjórnarskránni. Það frv. hefur nú af hæstv. ríkisstj. verið lagt að nýju fyrir Alþingi og er sjálfsagt að hafa hinn sama hátt á. Hv. Nd., sem fékk stjórnarskrárfrv. til meðferðar fyrst, hefur kosið stjórnarskrárnefnd og til þess að nefndirnar geti þegar á þessu stigi átt þess kost að starfa saman, þá er þessi till. á þskj. 5 flutt um, að þessi hv. d. álykti að kjósa nú sjö manna stjórnarskrárnefnd. Ef þessi háttur væri ekki á hafður, þyrfti að bíða með kosningu n., þangað til málið kæmi hingað frá hv. Nd.

Hæstv. ríkisstj. hefur einnig lagt fyrir þetta þing frv. til laga um kosningar til Alþ., sem felur í sér þær breyt, á kosningalögunum, sem mun leiða af samþykkt stjórnarskrárfrv. Er eðlilegt, að stjórnarskrárnefndirnar fái einnig það mál til meðferðar.

Við flm. leggjum til, að þessi till.samþ., og óskum þess, að kosning stjórnarskrárn. gæti, ef till. verður samþ., farið fram nú í dag.