14.08.1959
Sameinað þing: 13. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í B-deild Alþingistíðinda. (243)

11. mál, niðurgreiðsla á landbúnaðarvörum

Eysteinn Jónsson:

Ég skal ekki munnhöggvast við hæstv. menntmrh. um þetta. Ég er búinn að segja það, sem frá mínum bæjardyrum séð skiptir máli um það. Það er náttúrlega gersamlega óþinglegt, að ríkisstj. eins og sú, sem hann á sæti i, óski eftir því, að það verði tekið slíkt tillit til hennar, að þingviljinn fái ekki að koma í ljós um þetta mál. En ég skal ekki ræða um það meira. Ég hef sagt mína skoðun. En þá vil ég skora á hæstv. forseta, ef hann vill ekki með öllu bægja þessari ósk hæstv. ráðh. frá, að bera það undir atkv. hv. alþm., hvort réttmætt sé að taka ósk hans til greina eða ekki. Ég vil beina því til hans, að hann beri það atriði undir atkvæði.