21.07.1959
Sameinað þing: 1. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

Minning Magnúsar Péturssonar

Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn aftur til alþingishússins, fundarsals neðri deildar. Þessir menn skipuðu þingið:

1. Ágúst Þorvaldsson, 1. þm. Árn.

2. Ásgeir Bjarnason, þm. Dal.

3. Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf.

4. Bjarni Benediktsson, 1. þm. Reykv.

5. Björgvin Jónsson, þm. Seyðf.

6. Björn Fr. Björnsson, 2. þm. Rang.

7. Björn Jónsson, 8. landsk. þm.

8. Björn Ólafsson, 2. þm. Reykv.

9. Björn Pálsson, þm. A-Húnv.

10. Eggert G. Þorsteinsson, 2. landsk. þm.

11. Einar Ingimundarson, þm. Siglf.

12. Einar Olgeirsson, 3. þm. Reykv.

13. Emil Jónsson, 4. landsk. þm.

14. Eysteinn Jónsson, 1. þm. S-M.

l5. Finnbogi R. Valdimarsson, 5. landsk. þm.

16. Friðjón Skarphéðinsson, 11. landsk. þm.

17. Gísli Guðmundsson, þm. N-Þ.

18. Gísli Jónsson, þm. Barð.

19. Guðlaugur Gíslason, þm. Vestm.

20. Guðmundur Í. Guðmundsson, 6. landsk. þm.

21. Gunnar Gíslason, 2. þm. Skagf.

22. Gunnar Jóhannsson, 3. landsk. þm.

23. Gunnar Thoroddsen, 6. þm. Reykv.

24. Gylfi Þ. Gíslason, 5. þm. Reykv.

25. Halldór Ásgrímsson, 2. þm. N-M.

26. Halldór E. Sigurðsson, þm. Mýr.

27. Hannibal Valdimarsson, 1. landsk. þm.

28. Hermann Jónasson, þm. Str.

29. Ingólfur Jónsson, 1. þm. Rang.

30. Jóhann Hafstein, 4. þm. Reykv.

31. Jón Árnason, þm. Borgf.

32. Jónas G. Rafnar, þm. Ak.

33. Karl Guðjónsson, 7. landsk, þm.

34. Karl Kristjánsson, þm. S-Þ.

35. Kjartan J. Jóhannsson, þm. Ísaf.

36. Lúðvík Jósefsson, 10. landsk. þm.

37. Magnús Jónsson, 2. þm. Eyf.

38. Matthías Á. Mathiesen, þm. Hafnf.

39. Ólafur Jóhannesson, 1. þm. Skagf.

40. Ólafur Thors, þm. G-K.

41. Óskar Jónsson, þm. V-Sk.

42. Páll Zóphóníasson, 1. þm. N-M.

43. Páll Þorsteinsson, þm. A-Sk.

44. Ragnhildur Helgadóttir, 8. þm. Reykv.

45. Sigurður Ágústsson, þm. Snæf.

46. Sigurður Bjarnason, þm. N-Ísf.

47. Sigurður Ó. Ólafsson, 2. þm. Árn.

48. Skúli Guðmundsson, þm. V-Húnv.

49. Steindór Steindórsson, 9. landsk. þm.

50. Vilhjálmur Hjálmarsson, 2. þm. S-M.

51. Þorvaldur G. Kristjánsson, þm. V-Ísf.

52. Þórarinn Þórarinsson, 7. þm. Reykv.

Allir framantaldir þingmenn voru til þings komnir.

Forseti Íslands (Ásgeir Ásgeirsson): Hinn 9. júlí 1959 var gefið út svo hljóðandi forsetabréf: „Forseti Íslands gerir kunnugt:

Ég hef ákveðið, samkvæmt stjórnarskrá hins íslenzka lýðveldis 17. júní 1944, að Alþingi skuli koma saman til aukafundar þriðjudaginn 21. júli 1959.

Um leið og ég birti þetta, er öllum, sem setu eigu á Alþingi, boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett, eftir að guðsþjónusta hefur farið fram í dómkirkjunni, er hefst kl. 13.30.

Gert að Bessastöðum, 9. júlí 1959.

Ásgeir Ásgeirsson.

Emil Jónsson.

Forsetabréf, er stefnir Alþingi saman til aukafundar þriðjudaginn 21. júlí 1959.“

Samkvæmt því bréfi, sem ég nú hef lesið, lýsi ég yfir því, að Alþingi Íslendinga er sett.

Að svo mæltu bið ég alþingismenn að minnast ættjarðarinnar með því að rísa úr sætum. [Þingheimur stóð upp, og forsætisráðherra, Emil Jónsson, mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð.“ Var tekið undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.]

Samkvæmt 1. gr. þingskapa ber aldursforseta að stýra fundum, þar til forseti sameinaðs þings hefur verið kosinn. Aldursforseti er nú Páll Zóphóníasson, 1. þm. N–M. og bið ég hann að ganga til forsetastóls.

Tók forseti Íslands sér síðan sæti í þingsalnum, en aldursforseti, Páll Zóphóníasson, 1. þm. N-M., gekk til forsetastóls og tók við fundarstjórn.

Minning Magnúsar Péturssonar. Aldursforseti (PZ): Áður en Alþingi tekur til starfa að þessu sinni, skal minnzt nokkrum orðum fyrrverandi alþingismanns, Magnúsar Péturssonar læknis, sem lézt í sjúkrahúsi hér í bæ 8. júní s.l., 78 ára að aldri.

Magnús Pétursson var fæddur 16. maí 1881 á Gunnsteinsstöðum í Langadal í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Pétur bóndi þar Pétursson, síðar kaupmaður á Blönduósi og kona hans, Anna Guðrún Magnúsdóttir bónda í Holti í Svínadal Magnússonar. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1904 og embættisprófi við læknaskólann 1909. Héraðslæknir í Strandasýslu var hann 1909–1922, en starfaði í sjúkrahúsum erlendis veturinn 1909–1910. Árið 1922 varð hann bæjarlæknir í Reykjavík, en var settur héraðslæknir í Reykjavíkurhéraði 1931 og skipaður í það embætti 1932, þegar bæjarlæknisembættið var lagt niður. Hann lét af embætti sökum aldurs í árslok 1949. Frá 1926 gegndi hann jafnframt embætti sínu læknisstarfi við berklavarnir, fyrst í heilsuverndarstöð Líknar, en síðar í heilsuverndarstöð Reykjavíkur og þar vann hann fram að síðustu áramótum, en lét þá af störfum vegna vanheilsu.

Magnúsi Péturssyni voru jafnframt daglegum embættisverkum falin trúnaðarstörf við heilbrigðismál þjóðarinnar og félagsmál lækna. Árið 1919 var hann skipaður í milliþinganefnd um berklavarnir, sat í stjórnarnefnd ríkisspítalanna frá 1935 og í læknaráði 1942–1951. Hann var formaður Hjúkrunarfélags Reykjavikur 1929– 1937 og á árunum 1930–1951 átti hann sæti í stjórn Læknafélags Íslands, var formaður þess lengst af eða í 18 ár alls. Af landsmálum hafði hann einnig nokkur opinber afskipti. Hann var þingmaður Strandamanna árin 1914–1923, sat á 11 þingum alls. Í bankaráði Íslandsbanka átti hann sæti 1915–1917.

Magnús Pétursson var rúmlega þrítugur, þegar Strandamenn kusu hann til þingsetu og hann hélt því sæti, meðan hann var búsettur meðal þeirra. Á Alþingi lét hann allmikið að sér kveða við umræður og nefndastörf. Hann átti sæti í menntamálanefnd og fjárveitinganefnd og var á mörgum þingum framsögumaður við afgreiðslu fjárlaga. Hann var kosinn í fullveldisnefnd á þingunum 1917 og 1918 og var formaður þeirrar nefndar. 1919 var hann kosinn í launamálanefnd og gegndi þar einnig formannsstörfum.

Magnús Pétursson þótti góður námsmaður á skólaárum sínum. Störf hans að félagsmálum og landsmálum benda til trausts af hálfu þeirra, sem höfðu mest kynni af honum. Þeir, sem þekktu hann bezt, bera honum það orð, að hann hafi verið prúðmenni í dagfari, glaður í vinahópi, en dulur í skapi og viðkvæmur.

Ég vil biðja háttvirta alþingismenn að standa upp til minningar um Magnús Pétursson og til samúðar við ættingja hans. — [Þingmenn risu úr sætum. — Síðan gekk forseti Íslands út úr þingsalnum.]

Rannsókn kjörbréfa.

Aldursforseti kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Magnús Jónsson, 2. þm. Eyf., og Skúla Guðmundsson, þm. V–Húnv.

Því næst skiptust þingmenn í kjördeildir, og urðu í

1. kjördeild:

ÁB, BSt, BFB, BjörnJ, GunnG, GJóh, HermJ, JÁ, JR, KGuðj, KK, KJJ, MÁM, ÓTh, RH, SÓÓ, StSt, ÞK.

2. kjördeild:

BP, EggÞ, EI, EystJ, FRV, GíslG, GuðlG, GÍG, GÞG, JóhH, MJ, ÓlJ, PZ, PÞ, SB, SkG, ÞÞ.

3. kjördeild:

ÁÞ, BBen, BjörgJ, BÓ, EOl, EmJ, FS, GíslJ, GTh, HÁ, HS, HV, IngJ, LJós, ÓskJ, SÁ, VH. [Fundarhlé.]