07.08.1959
Neðri deild: 12. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 564 í B-deild Alþingistíðinda. (307)

Löggæsla á Keflavíkurflugvelli

Forseti (EOl):

Forseti hefur þegar einu sinni sent eftir þeim ráðh., sem vitað er að eru í húsinu. Hæstv. forsrh. mun þurfa að vera við umr. um stjórnarskrármál í Ed., en dómsmrh. er staddur þar inni og ég hef gert sérstakar ráðstafanir til þess að fá hann, sem hafa ekki borið árangur enn þá. Hæstv. utanrrh. mun ekki staddur í húsinu, en hefur ekki fjarvistarleyfi. Ég mun gera eina ráðstöfun til til að vita, hvort nokkur ráðherra getur mætt. Ég skal hins vegar taka það fram, að það er ekki á valdi forseta að ráða því, hvar ráðherrarnir eru staddir.