13.08.1959
Sameinað þing: 11. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 568 í B-deild Alþingistíðinda. (321)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (BBen):

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 13. ágúst 1959.

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Magnúsi Jónssyni alþingismanni:

Jóhann Hafstein, 4. þm. Reykv., hefur þurft að fara úr bænum um hríð og getur því eigi setið á þingi. Leyfi ég mér að flytja yður, herra forseti, þá ósk hans, að fyrsti varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík, Ólafur Björnsson prófessor, taki sæti hans á Alþingi til þingloka.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Einar Olgeirsson, forseti Nd.

Kjörbréfanefnd hefur haft kjörbréfið og þetta bréf til athugunar, og tekur frsm. hennar til máls.