14.08.1959
Efri deild: 13. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í B-deild Alþingistíðinda. (329)

Starfslok deilda

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég þakka fyrir hlýleg orð í minn garð. Það er rétt hjá hv. þm. Barð., að ég tel mig á engan hátt geta verið þm. fyrir eitthvert af þessum stóru kjördæmum, þó að það vildi hafa mig. Ég er því ekki vaxinn. Þess vegna mun ég hverfa af þingi nú og ekki sjást hér aftur. Ég hef verið hér með mörgum þm. og þakka þeim öllum samveruna. Ég hef verið með Gísla Jónssyni, þm. Barð., nokkuð lengi og í nefndum með honum. Hann er einarður maður og ég vona, að sú flokkskúgun, sem kemur til með að aukast verulega eftir samþykkt stóru kjördæmanna, nái ekki að buga hann, svo að hann geti haldið sinni sannfæringu fyrir öllum og beygi sig fyrir engum, engum einstaklingi heldur. Ég þakka fyrir góðar óskir í minn garð og óska ykkur öllum góðrar heimkomu og góðrar líðanar.